Skilmálar

1.gr. Fagleg þjónusta

Hreinardýnur.is er atvinnurekstur sem hefur það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum faglega þjónustu. Útseld þjónusta hjá HreinarDýnur.is er veitt í atvinnuskyni og er ávallt byggð á fagþekkingu og í samræmi við góða viðskiptahætti sem tíðkast hverju sinni. HreinarDýnur.is veitir viðskiptavinum sínum upplýsingar og leiðbeiningar um vinnu verks með hagsmuni neytanda að leiðarljósi. Hjá HreinarDýnur.is geta viðskiptavinir treyst á vönduð vinnubrögð þar sem HreinarDýnur.is hefur reynslu og áreiðanleika sér að vopni til að ná framúrskarandi árangri. Hér fyrir neðan eru nokkrar greinar sem ætti að uppljóstra viðskiptavini um þær áhættur sem geta fylgt því að láta þjónusta dýnu og sófa og gera viðskiptavini kleift að ekki er alltaf hægt að taka alla ábyrgð á verkinu ef svo óheppilega vill til að í harðbakkann slær. Lög nr. 42/2000 um þjónustukaup eiga við alla þjónustu sem HreinarDýnur.is veitir gegn endurgjaldi.

2.gr. Óviðráðanleg atvik

HreinarDýnur.is ber áhættu af tjóni, eða rýrnun, sem verður áður en starfsmenn þess skila af sér verki nema þeir sýni fram á að tjónið sé vegna atvika sem ekki eru á þeirra valdi, sbr. 19. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.

3.gr. Vanræksla

Verði tjón á eignum viðskiptavina þegar verk er unnið eða í tengslum við það eða hlutur sem afhentur hefur verið HreinarDýnur.is glatast eða skemmist ber HreinarDýnur.is að bæta það tjón nema starfsmenn þess sanni að þeir hafi ekki sýnt af sér vanrækslu, sbr. 25. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.

4.gr. Verðmæti

Sé hlutur mun meira virði (sem er verið að vinna á/í) en HreinarDýnur.is gerir sér grein fyrir, ber neytanda að gera HreinarDýnur.is grein fyrir því. Sama gildir ef við geymslu eða meðferð hlutarins ber að sýna sérstaka varkárni. Hafi viðskiptavinur vanrækt upplýsingaskyldu sína er heimilt að takmarka eða fella niður bótaskyldu HreinarDýnur.is., sbr. 27. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup vegna tjóns á dýnu/sófa viðskiptavina.

5.gr. Djúphreinsun

Eðlilega má búast má við að HreinarDýnur.is getur ekki ábyrgst að tauefni dýnunnar – og sófa slitni við meðferð hreinsunar. HreinarDýnur.is getur ekki ábyrgst myglumyndun í tauefnum og/eða í svampi ef búið er að tilkynna viðskiptavin um hvernig skal meðhöndla áframhaldandi þurrkunar ferli þess. Hér er átt við framkvæmd þurrkunar sem tekur við að djúphreinsun lokinni. HreinarDýnur.is tekur ekki ábyrgð á tjóni á rafbúnaði eða öðru rafbúnaðar tengdum búnaði við djúphreinsun. Hér má nefna ef vökvi kemst í snertingu við rafbúnað, víra, takka eða annan rafbúnað í kringum dýnunnar.

6.gr. Ofnæmi

Ef gleymist að tilkynna HreinarDýnur.is frá ofnæmiseinkennum sem gætu brotist upp hjá viðskiptavini við þrif á dýnu/sófa getur HreinarDýnur.is ekki tekið ábyrgð á að hann finni fyrir slíkum einkennum.

7.gr. Greiðslur og verðskrá

Verðskrá HreinarDýnur.is tilgreinir sanngjarnt verð miðað við vinnu og eðli hennar. HreinarDýnur.is lætur viðskiptavini í té verðáætlun vegna vinnu sinnar, ýmist samkvæmt almennri verðskrá HreinarDýnur.is eða sérkjörum fyrir þá viðskiptavini sem kaupa þjónustu HreinarDýnur.is reglulega. Verð má ekki fara verulega fram úr þeirri áætlun, sbr. 29. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. HreinarDýnur.is áskilur sér lítillega verðhækkun ef verk er meira virði en áætlað var. Í verðáætlun eru innifalin opinber gjöld. Ef að HreinarDýnur.is tekur að sér undirbúningsvinnu að beiðni viðskiptavinar í þeim tilgangi að skilgreina hve vinna væri mikil eða verð þjónustu sem vinna skal af hendi er HreinarDýnur.is heimilt að krefjast sér greiðslu fyrir hana, sbr. 33. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.

8.gr. Viðbótarkostnaður

verks HreinarDýnur.is áskilur sér rétt til hækkunar á umsömdu verði ef verk er meira virði en búast mátti við, sbr, 30. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Ef verk HreinarDýnur.is er mun umfangsmeira en áætlað var og kostnaður verulega meiri en umsamið var, þá ber HreinarDýnur.is að tilkynna viðskiptavini það með sannarlegum hætti og óska eftir fyrirmælum um áframhaldandi verk, sbr. 31. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Ef viðskiptavinur svarar ekki tilkynningu Hreinardýnur.is um hækkun kostnaðar er HreinarDýnur.is heimilt að hætta vinnu við verk viðskiptavinar HreinarDýnur.is Ef HreinarDýnur.is ákveður að hætta verki á hann kröfu á viðskiptavin sem nemur hlutfalli unninnar vinnu.

9.gr. Verð á söluvörum

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Verð eru birt með fyrirvara á innsláttarvillu, Sem dæmi má nefna eru bilanir, vírusar, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Verð eru á stöðugum breytingum hjá seljanda vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Aðeins sértilfelli geta haft með sér aukakostnað.

10.gr. Almennt um sölu á vörum

HreinarDýnur.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

11.gr. Trúnaður við kaup á söluvörum

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

12.gr. Póstlisti

Með því að samþykkja þessa skilmála samþykkir þú að HreinarDýnur.is megi senda þér netpósta, sms eða með öðrum markaðsverkfærum. HreinarDýnur.is vill gefa viðskiptavinum bestu tilboðin, tilkynna breytingar eða koma öðrum skilaboðum hratt og örugglega til viðskiptavina.

13.gr. Persónuvernd

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. póstfang.

14.gr. Ágreiningur

Greini aðila að þjónustusamningi þessum á um réttindi sín og skyldur samkvæmt lögum nr. 42/2000 um þjónustukaup geta þeir, einn eða fleiri, snúið sér til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa og óskað eftir álitsgerð nefndarinnar um ágreiningsefnið. Niðurstöðum kærunefndar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.

15.gr. Skrópgjald – Tímabreytingar og skrópun án fyrirvara

Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að láta vita með 24 klukkutíma fyrirvara með höfnun eða breytingu á tíma ef þörf er. HreinarDýnur.is er með mjög sveigjanlega þjónustu varðandi tímapantanir en HreinarDýnur.is verður að réttlæta sér að rukka 40% af uppsettu verði ef ekki er látið vita með 24 klukkutíma fyrirvara um höfnun eða breytingu á tíma, vegna rekstrarkostnaðar, launakostnaðar og annars slíks.

16 .gr. Undirritun þessa skilmála

Með því að kvitta undir/haka við eftirfarandi skilmála hér samþykkir þú ofangreindar greinar. Ef samningur/samstarf liggur milli HreinarDýnur.is og fyrirtækis gilda þessir skilmálarnir fyrir öll þrif í komandi viðskiptum.

17.gr. Ef þú hefur yfir einhverju að kvarta, þá skalt þú hafa samband við okkur og vera með upprunalega reikninginn með þér.

18.gr. Þjónusta og upplýsingar

Kaupanda er bent á að senda tölvupóst með öllum þeim upplýsingum er varða kaupin á hreinardynur@hreinardynur.is til að fá úrlausn á því sem hann vantar. Kaupandi getur einnig leitað á heimasíðu til að fá svör eða einfaldlega hringt í aðalsíma (6491774) þar sem honum verður vísað á réttan stað.

Við bókun/notkun á þjónustu er kaupandi að samþykkja alla ofangreinda skilmála.

logo